Fjórir lífeyrissjóðir fjármagna kaup á þjónustuíbúðum

Grundarblokkirnar í Mörkinni.
Grundarblokkirnar í Mörkinni. mbl.is/Heiddi

Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður fjármagna kaup á 78 íbúðum fyrir aldraða að Suðurlandsbraut 58-62 sem Grund-Mörkin hefur ráðist í.

Þetta er niðurstaða 1.300 milljón króna skuldabréfaútboðs sem Capacent Fjárfestingaráðgjöf hafði umsjón með.

Grund-Mörkin er félag í eigu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar og eru þessi kaup stærsta fjárfesting Grundar í áttatíu ár, segir í tilkynningu.

Í fjölbýlishúsunum í Mörkinni verður boðið upp á þjónustuíbúðir fyrir fólk frá sextugu.  Stærð íbúðanna er frá 80 fermetrum og upp í um 140 fermetra.  Þær eru tilbúnar til sölu og afhendingar með vönduðum innréttingum og gólfefnum, segir ennfremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert