Glitnismál ekki hjá saksóknara

Höfuðstöðvar Glitnis.
Höfuðstöðvar Glitnis. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ákvörðun Glitnis um að veita FS38, dótturfélagi Fons hf., sex milljarða króna lán er ekki til skoðunar hjá embætti sérstaks saksóknara.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir málinu ekki hafa verið vísað til hans frá skilanefnd Glitnis, en nefndinni ber skylda til að vísa til embættisins öllum málum þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi.

„Bankinn er hins vegar, með aðstoð ráðgjafarfyrirtækisins Kroll, að ljúka rannsókn á frávikum og hugsanlega óeðlilegum millifærslum í aðdraganda falls bankans og hugsanlega verður einhverjum málum vísað til okkar þegar þeirri vinnu lýkur.“

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert