Forsætisráðherra segir að það það veki furðu ef stjórnendur Glitnis hafi tekið við beinum fyrirmælum frá eigendum bankans, en tölvupóstsamskipti milli stórra hluthafa í Glitni og æðstu stjórnenda bankans hafa leitt í ljós rík afskipti eigenda.
„Það vekur auðvitað furðu þetta mál og maður er auðvitað agndofa yfir þessu. En málin eiga að fara réttar boðleiðir og manni finnst ótrúlegt að slíkt hafi skeð inni í bönkunum, eins og kemur fram í þessum tölvupóstum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra spurð út í tölvupóstsamskipti eigenda og stjórnenda Glitnis, sem hafa birst í fjölmiðlum.
Forsætisráðherra bendir á að lögum samkvæmt sé mönnum skylt að vísa málum sem þessum til embættis sérstaks saksóknara.
„Það hvílir alveg fortakslaus lagaskylda á skilanefndum, sem og öðrum aðilum í sambærilegum tilvikum, að láta mál ganga til sérstaks saksóknara ef tilefni eru til. Þannig að það þarf auðvitað að tryggja að sú lagaskylda sé virk,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.