Bandaríkjamenn hafa sett fram þá kröfu að afurðir hvalveiða verði aðeins nýttar á heimamarkaði.
Samningaviðræður 12 aðildarríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem staðið hafa í allan vetur eru í uppnámi vegna þessa útspils Bandaríkjamanna, sem ganga þvert gegn því sem samkomulag var að nást um.
Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir að í drögum að samkomulagi hafi frá upphafi verið gert ráð fyrir áframhaldandi hvalveiðum þeirra ríkja sem stunda þær í dag.
Þá hafi öllum verið ljóst að Ísland leggi mikla áherslu á að ekki verði settar neinar skorður við milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir, líkt og Bandaríkjamenn krefjast nú.
Lokafundur tólf ríkja hópsins hefst í Washington á sunnudag.
Sjá nánar um þetta deilumál í Morgunblaðinu í dag.