Hrepptu silfrið í suður-amerískum dönsum

Margrét Hörn og Höskuldur fengu silfurverðlaun í bæði suður-amerískum og …
Margrét Hörn og Höskuldur fengu silfurverðlaun í bæði suður-amerískum og sígildum samkvæmisdönsum.

Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Jónsson lentu í öðru sæti í flokki 11 ára og yngri í suður-amerískum dönsum á Junior Dance Festival sem lauk í Blackpool á Englandi í dag. Keppnin er ein stærsta og virtasta danskeppni fyrir börn og unglinga.

Ekki er hægt að segja annað en að árangur þeirra Margrétar og Höskuldar, sem æfa hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, sé mjög glæsilegur. En á þriðjudag hrepptu þau einnig silfur í sígildum samkvæmisdönsum í sama flokki, auk þess að hafa lent í úrslitum í jive og hlotið silfurverðlaun fyrir cha cha cha og vínarvals.

Keppnin var nú haldin í 53. skipti, en hún var fyrst haldin 1947. Keppendur koma frá öllum heimshornum og er keppt í tveimur flokkum 6-11 ára og 12-16 ára.

Alls tóku 30 pör frá Íslandi þátt í Junior Dance Festival að þessu sinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert