„Ingibjörg Sólrún of svartsýn“

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra kveðst ekki vera jafn svart­sýn og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­um formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem seg­ir að það væri jafn­vel betra að fresta yf­ir­stand­andi viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt.

„Ég er ekki eins svart­sýn eins og Ingi­björg Sól­rún í því efni,“ sagði Jó­hanna að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Hún seg­ir ljóst að ESB-stuðning­ur hér á landi hafi minnkað, og því sé m.a. um að kenna að menn séu að blanda sam­an óskyld­um hlut­um eins og Ices­a­ve-mál­inu og efna­hags­áætl­un Íslands og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

„Ég hef trú á því eft­ir því sem þetta mál vind­ur fram og við get­um kynnt það bet­ur, sem við höf­um því miður ekki haft næg­an tíma í, þá muni vaxa stuðningu við það. Svo fer þetta auðvitað allt eft­ir samn­ingsniður­stöðunni sem við fáum í samn­ingsviðræðum okk­ar við ESB. Mér finnst Ingi­björg Sól­rún of svart­sýn í þessu efni,“ seg­ir Jó­hanna.

Aðspurð seg­ir Jó­hanna að Ingi­björgu sé frjálst að tala um þetta mál eins og hver ann­ar. 

Því verður ekki frestað sem er ekki hafið

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ist aðspurður ekki vilja blanda sig inn í um mál­efni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hvað þetta til­tekna mál varðar.

„En það er ekki hægt að fresta því sem er ekki hafið. Það er rétt að minna á að viðræður eru ekki hafn­ar. Það er kannski að vænta í júní hvort Evr­ópu­sam­bandið taki ákvörðun um það hvort aðild­ar­viðræður yf­ir­leitt hefjast,“ seg­ir Stein­grím­ur hins veg­ar. Það sé síðan í hönd­um Alþing­is að taka ákvörðun um næstu skref.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert