Meirihlutinn myndi halda

Framsókn og sjálfstæðismenn virðast halda fylgi sínu í Kópavogi.
Framsókn og sjálfstæðismenn virðast halda fylgi sínu í Kópavogi. Þorkell Þorkelsson

Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi mundi halda ef kosið væri nú. Er þetta niðurstaða símakönnunar sem Stöð 2 lét gera og greint var frá í kvöldfréttum.

Lítil breyting mældist á fylgi flokkanna tveggja frá síðustu sveitastjórnarkosningum. Lítillega dró þó úr fylgi þeirra og mældist það um 3% minna en er kosið var. 

Könnunin náði til um 800 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert