Munu senda saksóknara tilkynningu

Samhliða stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis á hendur sex einstaklingum  var útbúin tilkynning til sérstaks saksóknara um þann þátt málsins sem talinn var gefa tilefni til rökstudds gruns um refsivert athæfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Segir þar að slitastjórn og skilanefnd Glitnis banka hafi gefið út stefnu þar sem Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sé stefnt auk þriggja starfsmanna Glitnis banka hf.

„Þau atvik sem þar um ræðir gefa tilefni til rökstudds gruns um refsivert athæfi.  Samhliða stefnunni var úbúin tilkynning til sérstaks saksóknara um þann þátt málsins, sem send verður til hans," segir í tilkynningunni.  

Þá segir, að slitastjórn og skilanefnd Glitnis banka beri samkvæmt 84. gr. gjaldþrotalaga að tilkynna til saksóknara meinta refsiverða háttsemi. 

„Að gefnu tilefni vilja slitastjórn og skilanefnd Glitnis banka árétta að þegar upp hefur komið grunur um refsiverða háttsemi hefur það undantekningalaust verið tilkynnt til sérstaks sakskóknara. Komið hefur verið upp föstu verklagi við afgreiðslu þessara mála til að tryggja hraða og örugga afgreiðslu og hefur Glitnir í þeim efnum átt samstarf við embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitið. Eðli máls samkvæmt er ekki upplýst um einstök samskipti í því sambandi," segir síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert