Nýr verslunarstjóri Máls og menningar

Dögg Hjaltalín.
Dögg Hjaltalín.

Dögg Hjaltalín hefur verið ráðin verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar. Dögg hefur verið bóksali erlendra titla í Bókabúð Máls og menningar frá því í október á síðasta ári.

Dögg Hjaltalín rak áður Skuld viðskiptabókabúð sem sameinaðist Bókabúð Máls og menningar í fyrra. Dögg er viðskiptafræðingur og starfaði hjá Eimskip áður en hún hóf rekstur Skuldar viðskiptabókabúðar. Þar áður starfaði hún sem blaðamaður á Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins og Viðskiptablaðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert