Pálmi stefnir fréttamanni RÚV

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. mbl.is/Þorkell

Pálmi Haraldsson, kaupsýslumaður, hefur stefnt Svavari Halldórssyni, fréttamanni Ríkisútvarpsins, vegna fréttar frá um lánveitingu Glitnis til félags í eigu Pálma. Fram kom í fréttum Útvarpsins í dag að Pálmi krefst þess að fimm ummæli í fréttinni, sem flutt var í Sjónvarpinu 25. mars, verði dæmd dauð og ómerk.

Þá krefst Pálmi þriggja milljóna króna í miskabætur og þess að Svavar verði dæmdur til refsingar samkvæmt hegningarlögum. Að lokum krefst hann 600 þúsund króna til að kosta birtingu dóms í málinu.

Málið er höfðað gegn Svavari eins og áður segir en til vara gegn Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttaþul og Páli Magnússyni útvarpsstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka