Pizza Hut á Íslandi hefur ákveðið að loka tveimur veitingahúsum af þremur í Reykjavík, á Sprengisandi og Nordica Hóteli en Pizza Hut í Smáralind verður opið áfram.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að ástæðurnar fyrir þessu séu breyttar þjóðfélagsaðstæður, breytt neyslumynstur, tvöföldun lána og hækkun á hráefnisverði. Segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri, að augljóst sé að fjölskyldur hafi minna á milli handanna en áður og dragi því saman seglin þegar komi að ferðum á veitingahús.