Samkomulag um endurskoðun

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Reuters

Sam­komu­lag hef­ur náðst um að önn­ur end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar Íslands í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn  verði tek­in fyr­ir í stjórn sjóðsins. Stefnt er að því að end­ur­skoðunin verði rædd í fram­kvæmda­stjórn sjóðsins 16. apríl næst­kom­andi. 

Að sögn efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­is­ins munu ís­lensk stjórn­völd hafa, eft­ir lok end­ur­skoðun­ar­inn­ar, aðgang að þriðja hluta láns sjóðsins að upp­hæð 20 millj­arða króna.

Íslensk stjórn­völd hafa sent sjóðnum end­ur­nýjaða vilja­yf­ir­lýs­ingu í sam­ræmi við regl­ur sjóðsins. Í henni er lýst þeim ár­angri sem þegar hef­ur náðst við að draga úr áhrif­um banka­hruns­ins. Yf­ir­lýs­ing­in lýs­ir einnig næstu skref­um efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar sem leggja munu frek­ari grunn að efna­hags­bata. Hún verður birt í heild þegar end­ur­skoðunin hef­ur verið af­greidd í stjórn sjóðsins.

Á und­an­förn­um vik­um hef­ur verið unnið að því að fá end­ur­skoðun sam­starfs­áætl­un­ar­inn­ar af­greidda í stjórn sjóðsins, nú síðast með fund­um efna­hags- og viðskiptaráðherra með fram­kvæmd­ar­stjóra og stjórn­ar­mönn­um sjóðsins í Washingt­on á miðviku­dag­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka