Karlmaður á fimmtugsaldri var stöðvaður í stofnun í Reykjavík um miðjan dag í gær en þar hafði maðurinn farið um með ránshendi. Í fórum hans var fartölva, tölvuskjár og sími en allt þetta reyndist vera eign starfsmanna í viðkomandi húsi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Við leit í bakpoka þjófsins kom einnig í ljós sláturkeppur og frosinn kjúklingur sem hann gat ekki gert grein fyrir. Tækjunum var komið aftur í réttar hendur en lagt var hald á matvælin. Þjófurinn var færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.