Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er nú vitlaust veður á Mýrdalsjökli og ekkert ferðaveður. Á jöklinum er einnig mikill krapi og hann illfær.
Þá eru miklir vatnavextir í ám í Þórsmörk bæði vegna úrkomu og bráðnunar frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi.
Veðurstofan gefur út sérspá fyrir Fimmvörðuháls og er fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri áður en lagt er í ferð að gosstöðvunum.