Fjölmenni í Kristskirkju í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var viðstödd athöfnina.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var viðstödd athöfnina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöldi fólks, ekki síst fólk af pólskum ættum, var viðstatt minningarathöfn í Kristskirkju á Landakoti í dag, um þá sem fórust í flugslysinu í Rússlandi í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var meðal þeirra sem sóttu athöfnina.Pólska aðalræðismannsskrifstofan hefur tilkynnt það á heimasíðu sinni að á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku muni liggja þar frammi minningarbók sem fólk geti komið og ritað nafn sitt í, til minningar um flugslysið og forseta Póllands, Lech Kaczynski, sem fórst í því ásamt eiginkonu sinni. Skrifstofan er til húsa að Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.

Húsfyllir var í kirkjunni.
Húsfyllir var í kirkjunni. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert