Nærri helmingur íslenskra unglinga vill helst flytja af landi brott. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri sem náði til allra 15-16 ára skólanema á Íslandi.
Yfir landið í heild vildu 43% unglinganna helst búa erlendis í framtíðinni en 32% á höfuðborgarsvæðinu, en þess ber að geta að 57% svarenda bjuggu á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2009-10.
Minnstur var munurinn á hlutfalli þeirra sem helst vildu búa á höfuðborgarsvæðinu og helst vildu búa í útlöndum meðal unglinga í Reykjavík. Þar vildu 43% unglinganna helst búa áfram á höfuðborgarsvæðinu en 47% vildu helst búa erlendis.
Í rannsókninni kemur einnig fram að hlutfall íslenskra unglinga sem eru mjög stoltir af því að vera Íslendingar hefur lækkað úr 68% árin 2007 í 56% árið 2010.