Líklega í gegn 16. apríl

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Miklar líkur eru á því að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði samþykkt í stjórn AGS hinn 16. apríl. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra telja engin efnisleg rök fyrir öðru.

Verði endurskoðunin samþykkt fær Ísland aðgang að þriðja hluta AGS-lánsins, andvirði um tuttugu milljarða króna. Samhliða þeirri útgreiðslu berst þá fjórðungur af Norðurlandalánunum, um 76 milljarðar, og þriðjungur lánsins frá Póllandi, ríflega níu milljarðar.

Þetta yrði þá önnur endurskoðunin að Icesave-málinu ókláruðu. Bretar, Hollendingar og Norðurlönd leggja þó enn áherslu á Icesave-málið innan AGS en ráðherrarnir telja þau ekki munu beita sér í stjórninni.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert