Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist telja að farsælast væri fyrir ríkisstjórn Íslands að fá Ögmund Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, aftur inn í ríkisstjórnina.
Morgunblaðið hafði heimildir fyrir því að Össur tjáði sendiherrum á Íslandi nýverið þessa skoðun sína, á reglubundnum fundi með sendiherrunum.
„Það er regla mín að tjá mig ekki um samtöl mín við sendiherra,“ segir Össur. „En fyrst þið hafið heyrt af þessu gengst ég fúslega við því að hafa látið í ljós þá persónulegu skoðun mína, að það væri rétt að taka Ögmund Jónasson inn í ríkisstjórnina. Það myndi auðvelda verk hennar og lægja þær öldur sem stundum hafa risið á annars lognkyrrum sævi.“
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.