Tollstjóri leitar eignanna

Frysting eigna þeirra sem eru til rannsóknar hjá Skattsrannsóknastjóra kann …
Frysting eigna þeirra sem eru til rannsóknar hjá Skattsrannsóknastjóra kann að verða fastur liður í framtíðinni. mbl.is/Golli

Það verður hlutverk Tollstjóraembættisins að reyna að hafa uppi af þeim fjármunum sem Stefán Skjaldarson skattrannsóknastjóri segir að tæmdir hafi verið af bankareikningum þeirra einstaklinga sem nú eru til rannsóknar hjá embættinu.

Haft var eftir Stefáni í fréttum Stöðvar 2 í gær að bankareikningar hefðu verið tæmdir „fyrir framan nefið á ríkinu" og að menn hefðu ekki áttað sig á því hversu flinkir sumir væru í að skjóta undan eignum.

Embætti skattrannsóknastjóra hefur aðgang að öllum reikningum þeirra einstaklinga sem eru til rannsóknar og þar komi þetta skýrt fram. Hann treysti sér þó ekki til að segja hversu háar fjárhæðir hafi horfið í heildina. Í þeim tveimur málum sem krafist hefur verið kyrrsetningar í, nemur upphæðin hins vegar ríflega 100 milljónum króna.

Stefán kveðst ekki óttast áhlaup á reikninga í kjölfar frétta af því að eignir tugir einstaklinga sem til rannsóknar séu hjá embættinu verði frystar á næstunni. „Lögin eru skýr og því til einskis að halda þessu leyndu,“ segir hann. Lagabreytingin sem gerð var nú í lok marsmánaðar og gerir embættinu kleift að frysta eignir hefði vissulega mátt koma fyrr, enda verið til umfjöllunar í þinginu í nokkur misseri. Vel hafi þó gengið að koma lagabreytingunni í gegn nú og samstaða ríkt um hana í þinginu. 

Til að byrja verður sú upphæð sem krafist er kyrrsetningar á að lágmarki 50 milljón kr. enda mun embætti Skattrannsóknastjóra í upphafi einbeita sér að stóru málunum. Er fram líða stundir má hins vegar búast við að sú upphæð verði lækkuð og kveðst Stefán vonast til að frysting eigna verði  í framtíðinni fastur liður í rannsóknarferlinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert