Íslenskra stjórnenda bíður fordæmandi skýrsla

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Fordæmandi skýrsla um vanhæfni íslenska ríkisins til að vernda almenna sparifjáreigendur, þar með talið hundruð þúsunda breskra sparifjáreigenda, verður birt á morgun, segir á vef breska dagblaðsins Guardian sem gerir sér mat úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 

Að sögn Guardian er búist við að skýrslan taki ítarlega á bæði Icesave-málinu og eins hinum „aumkunarverða tryggingasjóði innistæðueigenda“. Búist sé við harðri gagnrýni á hendur fyrrverandi ráðherrum og öðrum stjórnendum sem beri ábyrgð á tryggingasjóðnum. Þá verði að telja líklegt að skýrslan geymi einnig ásakanir um ófullkomnar reglugerðir og jafnvel vanrækslu er kemur að útþenslu íslenska bankakerfisins.

Vitnar Guardian í þau orð Páls Hreinssonar, formanns nefndarinnar, að enginn nefnd hafi nokkurn tímann þurft að flytja þjóð sinni jafn slæmar fréttir.

„Auk þess að greina frá óhófinu, gölluðum reglugerðum og annmörkum á viðskiptalífinu sem urðu meðal kennimarka Íslenska efnahagskerfisins er leið að hruninu, þá er búist við að skýrslan bendi líka á mikilvæg, en einangruð atvik, sem grunur leikur á að séu glæpsamleg. Ekki hvað síst muni hún beina athyglinni að nokkrum efnamiklum einstaklingum, en athafnir þeirra er þeir leituðust við að vernda eigin auð, á skilið frekari skoðun. Nokkrir háttsettir framkvæmdastjórar sem virðast hafa blekkt fjárfesta er kemur að áhættunni sem fyrirtæki þeirra tóku kunnu líka að lenda í sviðsljósinu,“ segir í grein Guardian.

http://www.guardian.co.uk/business/2010/apr/11/iceland-bankers-damning-report
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert