Vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK

Bæjarráð Bolungarvíkur telur að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni sé sú staðsetning sem sé heppilegust fyrir flugvöllinn sjálfan sem og flugið sjálft, hvort sem um er að ræða farþega- eða sjúkraflug. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði.

Í fundarbókun er tekið undir svohljóðandi álit Félags íslenskra atvinnuflugmanna, m.a. með þeim rökum sem FÍA færir fyrir máli sínu í umsögn sinni til Samráðsnefndar um úttekt á Reykjavíkurflugvelli, ennfremur í umsögn Öryggisnefndar FÍA til sömu nefndar og áliti fagaðila á lendingarsvæði fyrir þyrlur í sjúkraflugi.

Bæjarráð hvetur ennfremur samgönguyfirvöld til að hefja nú þegar byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni til að bæta aðbúnað við farþega svo íbúar landsins megi búa við sem bestar flugsamgöngur til og frá höfuðborginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert