Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

 „Sá ör­skammi tími sem nefnd­ar­menn ætla sér til lokafrá­gangs rit­smíðar sinn­ar, að fengn­um and­mæl­um tólf ein­stak­linga, gef­ur ekki sér­stak­lega góðar von­ir um raun­veru­legt inni­hald þess and­mæla­rétt­ar sem ein­stak­ling­ar þó ómót­mæl­an­lega eiga,“ seg­ir Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi formaður banka­stjórn­ar Seðlabank­ans og nú­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, í svar­bréfi til rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

Átti að afla ná­kvæm­ari upp­lýs­inga um inn­lán bank­anna

Í bréf­inu til Davíðs er fjallað um lán­veit­ing­ar Seðlabank­ans til fjár­mála­fyr­ir­tækja, gegn veði í skulda­bréf­um fyr­ir­tækj­anna. Nefnd­in seg­ir það til at­hug­un­ar hvort það hafi verið mis­tök og van­ræksla af hálfu banka­stjórn­ar að hafa ekki gripið til ráðstaf­ana og tak­marka það tjón sem varð vegna þessa.

Þá seg­ir að nefnd­in hafi til at­hug­un­ar hvort banka­stjórn Seðlabank­ans hafi sýnt af sér van­rækslu í starfi með því að afla ekki fyrr tölu­legra upp­lýs­inga um skipt­ingu inn­lána er­lendra aðila milli úti­búa bank­anna er­lend­is og starfs­stöðva þeirra á Íslandi.

Skorti yf­ir­sýn á stöðu Glitn­is

Einnig hafi nefnd­in tekið til at­hug­un­ar hvort og þá hvernig banka­stjórn Seðlabank­ans brást við söfn­un bank­anna á inn­lán­um frá er­lend­um ein­stak­ling­um, og hvernig þau viðskiptu juku skuld­bind­ing­ar Trygg­ing­ar­sjóðs inni­stæðueig­enda.

Rann­sókn­ar­nefnd­in tel­ur ljóst að tölu­vert hafi skort á yf­ir­sýn yfir stöðu Glitn­is. Seg­ir í bréf­inu að til at­hugn­ar sé hvort það telj­ist falla und­ir mis­tök og van­rækslu að Seðlabank­inn hafi ekki aflað sjálf­ur upp­lýs­inga um stöðu Glitn­is, og einnig að hafa ekki lagt mat á trú­verðug­leika þeirra aðgerða sem Seðlabank­inn lagði til í mál­efn­um Glitn­is.

Sagði tvo nefnd­ar­manna hafa verið van­hæfa

Í svar­bréfi sínu seg­ir Davíð að Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir hljóti að vera van­hæf, enda lýsti hún áður en hún hóf nefnd­ar­störf op­in­ber­lega þeirri skoðun sinna að or­sak­ir falls bank­anna hafi ann­ars veg­ar verið græðgi og hins veg­ar sinnu­leysi þeirra stofn­ana sem setja hafi átt regl­ur og tryggja fjár­mála­leg­an stöðug­leika.

Einnig hljóti Tryggvi Gunn­ars­son að vera van­hæf­ur, þar sem tengda­dótt­ir hans starfar - og starfaði fyr­ir hrun - sem lög­fræðing­ur í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, þar sem hún hafi verið „lyk­il­starfsmaður og allt í öllu á mörg­um sviðum.“

Sam­kvæmt svo­kallaðri lög­mæt­is­reglu hvorki á né má Seðlabank­inn gera meira en lög bjóða, bend­ir Davíð á, en eft­ir­lits­skylda með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um hafi hvílt af­drátt­ar­laust á Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, en ekki Seðlabank­an­um. Þá bend­ir hann á að sam­kvæmt lög­um hafi Seðlabank­inn ekki haft heim­ild­ir til að stöðva inn­lána­söfn­un ís­lensku bank­anna í út­lönd­um.

Þrengri veðlána­regl­ur en evr­ópski seðlabank­inn

Einnig seg­ir Davíð að Seðlabanki Íslands hafi haft frum­kvæði að fundi með for­svar­mönn­um hins breska seðlabanka, þar sem komið var á sér­stök­um tengiliðum á milli bank­anna. Þá hafi breski seðlabank­inn sent sér­fræðing í bankakrepp­um til Íslands.

Davíð bend­ir á að Seðlabank­inn beitti veðlána­regl­um sem voru sam­bæri­leg­ar regl­um evr­ópska seðlabank­ans, að öðru leyti en því að hinar ís­lensku regl­ur voru þrengri. Hins veg­ar bend­ir hann á að aðrir seðlabank­ar voru ein­mitt að rýmka þess­ar regl­ur.

Varðandi yf­ir­sýn yfir stöðu Glitn­is, bend­ir Davíð á að slík upp­lýs­inga­öfl­un sé á valdi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Loks seg­ir Davíð alls ekki rétt að trú­verðug­leiki þeirra aðgerða, sem ráðist var í til að bjarga Glitni, hafi ekki verið rædd­ur. Þeim sem héldu um málið af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi einnig verið ful­ljóst að trú­verðug­leiki aðgerðar­inn­ar skipti höfuðmáli - enda voru þeir marg­ir hverj­ir menntaðir hag­fræðing­ar og reynd­ir í efna­hags­mál­um.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs
Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri á fundi Viðskiptaráðs mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert