Er gosinu að ljúka?

Ljósmynd/Jón Kjartan Björnsson

Aðeins sást lítill bjarmi við gosopið þegar flogið var yfir gosstöðvar á Fimmvörðuhálsi í morgun. Jarðeðlisfræðingar telja hins vegar of snemmt að kveða úr um það hvort gosinu sé lokið, enda sýni sagan að gos geti tekið sér hlé en hafist af krafti á ný.

„Við sjáum eiginlega engan gosóróa lengur á mælunum í kring,“ segir Bergþóra S. Þorbjarnardóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. Bendir hún á að einnig sé fylgst með gps mælum og á þeim megi sjá að landris í aðdraganda gossins hafi gengið til baka að einhverju leyti á nokkrum stöðum.

Aðspurð segist Bergþóra ekki þora að spá fyrir um goslok. „Maður veit aldrei hvort þetta fer í gang aftur eða hvað verður,“ segir Bergþóra og tekur fram að í sögunni megi sjá dæmi þess að gos hafi hætt tímabundið en síðan byrjað aftur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka