Björgunarsveitarmenn náðu í gær í tvo erlenda ferðamenn sem veðurtepptir voru í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Hægt gekk að komast upp að skálanum og tók það björgunarsveitirnar fjóra tíma að komast á staðinn frá Skógum.
„Við vorum búnir að vera þarna í þrjá daga,“ segir Tomas, annar hinna þýsku ferðalanga, sem hafði gert sér ferð að Fimmvörðuhálsi ásamt Tobiasi félaga sínum til að berja eldfjallið augum. „Við vorum þurrir og okkur var hlýtt og við vorum með nógan mat og sakaði því ekki,“ segir hann og kveður þá hafa verið vel búna og hafa vitað á hverju þeir gætu átt von. Enda eru þeir vanir útivistarmenn og hafa heimsótt Ísland í þrígang áður. Auk þess þekki þeir til í Baldvinsskála.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.