Ör vöxtur bankanna orsökin

Skýr­ing­ar á falli Glitn­is banka hf., Kaupþings banka hf. og Lands­banka
Íslands hf. er fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð
þeirra þegar þeir féllu í októ­ber 2008.

Þetta kem­ur fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, sem sem hef­ur verið birt á net­inu. Seg­ir þar, að  efna­hag­ur og út­lán bank­anna hafi vaxið fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Ut­an­um­hald og eft­ir­lit með út­lán­um
fylgdi ekki eft­ir út­lána­vext­in­um. Útlána­vöxt­ur móður­fé­laga bank­anna var að
meðaltali tæp 50% frá upp­hafi árs 2004 fram að falli bank­anna. Vöxt­ur­inn
var mest­ur og stöðug­ast­ur í út­lán­um til eign­ar­halds­fé­laga ann­ars veg­ar og
er­lendra aðila hins veg­ar.

Aukn­ing út­lána til er­lendra aðila var þó sýnu meiri.
Sér­stak­lega var aukn­ing­in mik­il á seinni hluta árs 2007. Hinn mikli út­lána­vöxt­ur
bank­anna olli því að eigna­söfn­um þeirra fylgdi mik­il áhætta. Fjöldi
dæma í skýrsl­unni styður þá niður­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka