Skýringar á falli Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka
Íslands hf. er fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð
þeirra þegar þeir féllu í október 2008.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem sem hefur verið birt á netinu. Segir þar, að efnahagur og útlán bankanna hafi vaxið fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Utanumhald og eftirlit með útlánum
fylgdi ekki eftir útlánavextinum. Útlánavöxtur móðurfélaga bankanna var að
meðaltali tæp 50% frá upphafi árs 2004 fram að falli bankanna. Vöxturinn
var mestur og stöðugastur í útlánum til eignarhaldsfélaga annars vegar og
erlendra aðila hins vegar.
Aukning útlána til erlendra aðila var þó sýnu meiri.
Sérstaklega var aukningin mikil á seinni hluta árs 2007. Hinn mikli útlánavöxtur
bankanna olli því að eignasöfnum þeirra fylgdi mikil áhætta. Fjöldi
dæma í skýrslunni styður þá niðurstöðu.