Aldrei aftur „too big to fail“

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Kristinn

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að hugtakið „too big to fail“, eða „of stór til þess að geta hrunið“ megi aldrei framar skipta máli í rekstri fjármálakerfa.

„Við getum ekki látið það líðast að fjármálafyrirtæki afli fjár í trausti þess að hið opinbera muni hlaupa undir bagga ef að menn tefla of djarft,“ sagði Gylfi á Alþingi í dag.

„Áhættan af rekstri fjármálafyrirtækja á fyrst og fremst að vera hjá eigendum fjármálafyrirtækja. Þeir mega vissulega njóta þess ef vel gengur, en þeir eiga líka að bera megnið af skellinum ef illa gengur,“ sagði Gylfi ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert