Stærðfræðin sterk fram í 10. bekk

Lestur kom vel út hjá nemendum 10. bekkjar.
Lestur kom vel út hjá nemendum 10. bekkjar. Kristinn Ingvarsson

Stafsetning er sú grein sem hvað lakast kom út hjá nemendum 4. bekkjar á samræmdu könnunarprófi sem nemendur grunnskóla landsins þeyttu sl. haust. Mældist landsmeðaltalið 4,7. Best var útkoman í reikningi þar sem hún var að meðaltali 6,8.

Þetta er meðal þeirra niðurstaða sem er að finna í skýrslu sem nýlega kom út á vegum Námsmatsstofnunnar um samræmd könnunarpróf og sem nálgast má á vef Námsmatsstofnunnar.

Hjá 7. bekk reyndist landsmeðaltalið hins vegar slakast í rúmfræði 5,4 en líkt og hjá 4. bekk var reikningur sú grein sem kom best út og hélst meðaltalið þar 6,8.

Landsmeðaltalið í stærðfræði lækkaði hins vegar verulega er kom upp í 10. bekk. Slökust mældist útkoman í rúmfræði 4,5 og 5,3 í stærðfræði. Algebra virtist vera sá þáttur stærðfræðinnar sem kom hvað best út hjá nemendum en þar mældist meðaltalið 5,7. Lestur reyndist svo það fag sem kom allra best út hjá þessum aldurshópi og var meðaltalið þar 7.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert