Mikill viðbúnaður í Keflavík

mbl.is/ÞÖK

Mikill viðbúnaður er nú á Keflavíkurflugvelli. Tilkynning hefur borist um að farþegarflugvél með 145 manns um borð komi nú inn til lendingar  og að farþegar um borð séu ringlaðir sökum þess að einhverskonar efni hafi lekið. Slökkviliðsmenn, sjúkralið og björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Vélin á að koma inn til lendingar kl. 13:45.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, segir að vélin sé af gerðinni Boeing 767. Hvorki liggur fyrir hvaðan vélin er að koma né hversu margir eru um borð. Ekki hefur fengist staðfest hvort um eiturefni sé að ræða. 

Ekki er vitað um hvers konar efni er að ræða. Tilkynning barst fyrir stuttu um að vél þyrfti að lenda á vellinum í öryggisskyni. „Það er lykt af efnum í farþegarýminu og það er rétt að farþegar séu ringlaðir,“ segir Friðþór í samtali við mbl.is. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert