Vélin lent

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Boeing vél American Airlines lenti heilu og höldnu nú rétt fyrir kl. tvö. Sjúkraflutningamenn og læknar kanna nú hvernig farþegum um borð í vélinni heilsast, en skv. upplýsingum lögreglunnar voru það áhafnarmeðlimir sem veiktust.

Ekki liggur fyrir hvort flytja þurfi einhverja á sjúkrahús.

Um 145 voru um borð í vélinni sem var að fljúga frá París til Dallas í Bandaríkjunum. Tilkynning barst um að einhverskonar eiturefni höfðu lekið í farþegarými vélarinnar og því var óskað eftir öryggislendingu í Keflavík. Verið er að kanna líðan áhafnarinnar.

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli. M.a. voru sendir sjúkrabílar frá Straumsvík á vettvang. Þá voru björgunarsveitir einnig í viðbragðsstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert