Viðbúnaður samkvæmt stóru hættustigi

Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. mbl.is/Júlíus

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð kl. 13:20 í dag samkvæmt stóru hættustigi í Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar. En flugvél á leið frá París til Dallas í Texas óskaði eftir lendingu og tilkynnti um eiturgufur í farþegarrými. Lending gekk að óskum og reyndist um minniháttar vanda að ræða.

Um borð voru um 145 manns auk áhafnar, segir í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni.

Almannavarnakerfið var virkjað að fullu og viðbragðsaðilar boðaðir út. Um 20 manns voru að störfum í Samhæfingarstöðinni.  Biðsvæði fyrir sjúkraflutninga er við álverið í Straumsvík og um tíma voru þar 14 bifreiðar og 70 manns sem biðu frekari fyrirmæla. 

Til þeirra kom ekki og komu boð um afturköllun rétt fyrir kl. 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert