Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð kl. 13:20 í dag samkvæmt stóru hættustigi í Flugslysaáætlun Keflavíkurflugvallar. En flugvél á leið frá París til Dallas í Texas óskaði eftir lendingu og tilkynnti um eiturgufur í farþegarrými. Lending gekk að óskum og reyndist um minniháttar vanda að ræða.
Um borð voru um 145 manns auk áhafnar, segir í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni.
Almannavarnakerfið var virkjað að fullu og viðbragðsaðilar boðaðir út. Um 20 manns voru að störfum í Samhæfingarstöðinni. Biðsvæði fyrir sjúkraflutninga er við álverið í Straumsvík og um tíma voru þar 14 bifreiðar og 70 manns sem biðu frekari fyrirmæla.
Til þeirra kom ekki og komu boð um afturköllun rétt fyrir kl. 15.