30-35 bæir rýmdir

í Fljótshlíð, horft til Eyjafjallajökuls.
í Fljótshlíð, horft til Eyjafjallajökuls. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Verið er að rýma 30-35 bæi milli Markarfljóts og Skóga vegna gosóróa og jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Enn er unnið á hættustigi á svæðinu. Vel hefur gengið að gera fólki á bæjunum viðvart samkvæmt upplýsingum samhæfingarmiðstöðvar á Hvolsvelli.

 Í byrjun mars hófst skjálftahrina í Eyjafjallajökli. Undir miðnætti 20. mars hófst svo eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Jarðskjálftarnir nú eru vestar en verið hefur, undir toppgíg jökulsins. Gosórói er á svæðinu. Viðbragðsáætlanir vegna náttúruhamfara á svæðinu hafa verið æfðar.

Þekkir þú til? Fannstu skjálfta? Býrðu á svæðinu? Vinsamlega hafðu samband  á netfrett@mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert