Ákveðið hefur verið að rjúfa veginn austan við Markarfljótsbrúna á þjóðvegi 1. Þetta er gert til þess að draga úr líkum á að brúin fari í vatnavöxtum, en talið er að núna sé innan við klukkutími að hlaupið nái niður að brúnni.
Öflug grafa er komin á svæðið og er núna verið að undirbúa að rjúfa veginn.
Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, segir ákveðið að rjúfa veginn svo fremi sem takist að koma tækjum á staðinn áður en hlaupið kemur.
Suðurverk er með öflug tæki í innan við kílómeters fjarlægð frá brúnni. Suðurverk vinnur að gerð Landeyjarhafnar. Þar liggur vinna niðri vegna gossins og yfirvofandi hlaups.