Ætla að rjúfa veginn

Unnið að því að rjúfa veginn austan við Markarfljótsbrúna.
Unnið að því að rjúfa veginn austan við Markarfljótsbrúna. mbl.is

Ákveðið hefur verið að rjúfa veginn austan við Markarfljótsbrúna á þjóðvegi 1. Þetta er gert til þess að draga úr líkum á að brúin fari í vatnavöxtum, en talið er að núna sé innan við klukkutími að hlaupið nái niður að brúnni.

Öflug grafa er komin á svæðið og er núna verið að undirbúa að rjúfa veginn.

Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, segir ákveðið að rjúfa veginn svo fremi sem takist að koma tækjum á staðinn áður en hlaupið kemur.

Suðurverk er með öflug tæki í innan við kílómeters fjarlægð frá brúnni. Suðurverk vinnur að gerð Landeyjarhafnar. Þar liggur vinna niðri vegna gossins og yfirvofandi hlaups.

Vatnsborð er farið hækka við Markarfljótsbrú.
Vatnsborð er farið hækka við Markarfljótsbrú. mbl.is Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert