„Aldrei séð jafn stóran mökk“

Mökkurinn hefur náð mikilli hæð.
Mökkurinn hefur náð mikilli hæð. Jóna Erlendsson

„Ég hef aldrei séð jafn stór­an mökk. Hann er marg­falt stærri en mökk­ur­inn sem kom í gos­inu á Fimm­vörðuhálsi.“ Þetta seg­ir Jón­as Er­lends­son bóndi í Fagra­dal sem fór upp á Reyn­is­fjall í morg­un en þar er gott út­sýni til gosstöðvanna.

Jón­as seg­ir að mökk­ur­inn sé hvít­ur og greini­lega sé hann að mestu leyti gufa. Mökk­inn legg­ur í austn­orðaust­ur.

Rétt fyr­ir kl. 7 í morg­un fór vatn við Gíg­jök­ul að vaxa mjög hratt og hef­ur það runnið í Markarfljót. Það bend­ir til að eld­gos sé und­ir topp­gíg Eyja­fjalla­jök­uls. Ekk­ert vatn hef­ur runnið suður af jökl­in­um.

Lág­skýjað er við Eyja­fjalla­jök­ul og lítið skyggni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert