Þingfundur á Alþingi hófst í hádeginu. Eina dagskrármálið er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis. Ekkert var minnst á eldgosið í Eyjafjallajökli eða vatnavexti sem því fylgja.
Samkvæmt fjarvistaskrá eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Illugi Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þuríður Backman fjarverandi.
Auk þeirra má minnast á Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, er sem fylgist með í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er staddur við Markarfljót.
Ellefu þingmenn eru á mælendaskrá. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðu dagsins.