Leið Íslendinga út úr efnahagskreppunni liggur í gegnum Evrópusambandið. Þetta kemur fram í leiðara Berlingske Tidende í dag, en að mati blaðsins greiðir Ísland mitt í kreppunni gjaldið af því að standa eitt. Íslensk stjórnvöld hafi sett stefnuna á ESB og vonast verði til að ESB umsóknin hljóti stuðning meðal þjóðar sem í grunnin er tortryggin gagnvart ESB-aðild.
Nauðsynlegt sé að þeir sem ábyrgð beri á hruni bankanna verði dregnir til ákvörðunar, en Íslendinga bíði einnig ítarleg sjálfsskoðun þar sem almenningur verði að horfast í auga við græðgismenninguna sem olli hruninu.
„Íslendingar eru sterkbyggðir. Þeir eiga eftir að komast í gegnum kreppuna. en þeir þurfa að viðurkenna, líkt og eins og heimurinn lítur út, þá er maður ekki sterkur þegar maður krefst þess að standa einn,“segir í leiðara blaðsins.
http://www.berlingske.dk/ledere/islands-vej-ud-af-krisen-gaar-eu