Fjármálaráðherra fylgist með flóðinu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var staddur við Markarfljót þegar mbl.is náði tali af honum fyrir skömmu. „Við erum að biða eftir að flóðið komi niður, það styttist í það.“

Talið er að stutt sé í að hlaupið nái niður að Markarfljótsbrúnni á þjóðvegi 1. „Það stefnir í að það þurfi að taka í sundur veginn til að reyna að bjarga brúnni. Ég er mjög áhugasamur um það að hún fari ekki,“ segir Steingrímur, en eins og fram hefur komið hefur verið ákveðið að rjúfa veginn austan við Markarfljótsbrúna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert