Flóðið hefur náð hámarki

Vatn flæðir um allt og m.a. yfir varnargarð austan við …
Vatn flæðir um allt og m.a. yfir varnargarð austan við Markarfljótsbrú. mbl.is Ómar Óskarsson

Talið er að hlaupið í Markarfljóti hafi náð hámarki um kl. 13 í dag. Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður segir flest benda til að hlaupið sé farið að minnka.

Gunnar hefur verið við mælingar í dag, en ekki er sjálfvirkur vatnamælir í Markarfljóti. Hann segir að skemmdir hafi orðið á þjóðveginum, en talið sé brúin sé óskemmd.

Gunnar treystir sér á þessu stigi ekki til með að svara því hvað hlaupið er stórt. Hann segir þó ljóst að vatnsmagnið hafi verið a.m.k. 1000 rúmmetrar á sekúndu, en talan gæti líka legið nær 3000 þúsund rúmmetrar.

Sérfræðingar frá Háskóla Íslands eru búnir að taka sýni úr hlaupinu er unnið að því að efnagreina það. Niðurstöðurnar gefa upplýsingar um eldgosið. Gunnar segir að fljótið sé mjög gruggugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert