Gosið virðist koma upp rétt við hábungu Eyjafjallajökuls. Þetta segja vísindamenn sem eru að skoða gosið úr flugvél Landhelgisgæslunnar. Gosmökkurinn hefur náð 12-14 þúsund feta hæð.
Jökulflóð er beggja vegna Gígjökuls og er vatnið í lóninu dökkt. Vatnið rennur í Markarfljót og hefur vatnsborð þess hækkað um meira en einn metra.
Blaðamaður Morgunblaðsins sem staddur er við gömlu Markarfljótsbrúnna segir að vatnsborð árinnar hafi hækkað nokkuð hratt í morgun ef hafi síðan lítið breyst síðasta hálftímann. Hann segir að ánin sé ekki farið að flæða úr farvegi sínum. A.m.k. tveir metrar séu frá vatnsborði í brúargólfi.