Yfirliti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um styrki bankanna til Samfylkingarinnar árið 2006 ber ekki saman við þær tölur, sem Samfylkingin greindi frá í fréttatilkynningu í fyrrasumar.
Í skýrslunni segir að Samfylkingin hafi fengið 11,5 milljónir króna frá Kaupþingi, en í tilkynningu Samfylkingarinnar fimm milljónir. Í skýrslunni segir að Landsbanki Íslands hafi styrkt Samfylkinguna með 8,5 milljónum, en flokkurinn kveðst hafa fengið fjórar milljónir.
Einnig er misræmi á milli talna í skýrslunni og hjá flokknum um styrki frá Glitni og Spron og þar eru tölurnar í skýrslunni einnig hærri. 1,5 milljóna króna styrkur frá Straumi-Burðarási er ekki tilgreindur hjá Samfylkingunni.
Sjá nánar um fjárstyrki bankanna til stjórnmálamanna og flokka í Morgunblaðinu í dag.