Hlaupið komið að Markarfljótsbrúnni

mbl.is/Ómar

Seinna hlaupið er komið inn að gömlu Markarfljóts­brúnni og er það nokkru minna en hlaupið sem kom niður fljótið um há­deg­is­bil í dag.

Að sögn Gunn­ars Sig­urðsson­ar vatna­mæl­inga­manns virðist hlaupið nú hafa náð há­marki. Tölu­vert vatns­magn hafi bæst í fljótið að nýju, þó það sé ekki jafn kraft­mikið og í morg­un. „Það er um hundrað sentí­metr­um lægra en það mæld­ist er fyrra hlaupið náði há­marki,“ seg­ir Gunn­ar.

Hlaups­ins er einnig orðið vart við Markarfljóts­brúnna og að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins á vett­vangi vex yf­ir­borð ár­inn­ar með hverri mín­útu. Mik­ill krapi sé þá í ánni, mun meiri en vart varð en í fyrra hlaup­inu. Seg­ir blaðamaður yf­ir­borð hlaups­ins raun­ar svo þykkt að það minni helst á sand.

Hlaupið var þá ný­byrjað að flæða í gegn­um aust­asta skarðið sem rofið var í  þjóðveg­inn í dag.

Varn­argarðar hafa haldið alls staðar haldið frá Markarfljóts­brúnni til sjáv­ar. Áfram verður vel fylgst með rennsli í fljót­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert