Kolsvartan strók lagði frá gosstöðvunum í Eyjafjallajökli í kvöld. Svo virðist því sem aukinn kraftur sé að færast í gosið. Þetta má sjá á vefmyndavél.
Búist er við nýrri bylgju niður Markarfljót á næstu mínútum. Almannavarnanefnd fylgist náið með því sem er að gerast. Vatnamælingamenn fylgjast með rennslinu í Markarfljóti. Það náði hámarki um kl. 13 í dag, en síðan hefur heldur dregið úr vatnshæð.