Mikið tjón á Þorvaldseyri

Bændur hafa orðið fyrir talsverðu tjóni af völdum flóðsins.
Bændur hafa orðið fyrir talsverðu tjóni af völdum flóðsins. mbl.is Ómar Óskarsson

„Þetta er engu líkt og ótrú­legt að sjá þetta,“ sagði Ólaf­ur Eggerts­son, bóndi á Þor­valds­eyri, sem er að skoða aðstæður á bæ sín­um. Hann hef­ur orðið fyr­ir mjög miklu tjóni. Leiðslur fyr­ir heitt vatn og kalt vatn eru í sund­ur. Sama á við um raf­magns­leiðslu.

Um 200 kýr eru á Þor­valds­eyri og er fjósið vatns­laust. Það eitt og sér er mjög al­var­legt því að kúm líður illa ef þær fá ekki vatn. Nyt­in í kún­um dett­ur fljótt niður ef ekki tekst að út­vega þeim vatn. Um þúsund lítr­ar af mjólk eru fram­leidd­ir í fjós­inu á Þor­valds­eyri á dag.

Heita­vatns­leiðslan á Þor­valds­eyri hef­ur enn­frem­ur bút­ast í sund­ur í flóðinu. Heim­araf­stöð er í gili ofan við bæ­inn. Ekki er vitað um ástandið á henni en raf­magns­leiðsla sem ligg­ur frá stöðinni hef­ur farið í sund­ur.

Varn­argarðar við bæ­inn hafa sóp­ast í burtu. Íshröngl, grjót og aur er um allt. Tjón á tún­um er þó minna en ótt­ast var eft­ir hlaupið í Svaðbælisá. Vatnið er farið að sjatna í ánni en þar er þó enn mikið vatn.

Gil ofan við bæ­inn hef­ur hálf­fyllst af grjóti sem sýn­ir vel hversu gríðarleg­ir kraft­ar fylgdu flóðinu.

Ólaf­ur og son­ur hans eru enn að meta stöðuna, en ljóst er að for­gangs­mál hjá þeim er að tryggja kún­um á bæn­um aðgang að vatni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert