Mökkur sést úr Þórsmörk

Frá Þórsmörk
Frá Þórsmörk mbl.is/Brynjar Gauti

„Við sjáum dökkan mökk yfir Eyjafjöllum í suðri,“ segir Ragnheiður Hauksdóttir, staðarhaldari í Húsadal í Þórsmörk. Hún fór niður að Krossá um kl. 8 í morgun og segist ekki sjá aukningu í ánni. Aukning sé hins vegar í Markarfljóti.

Staðfest er að gos er hafið í Eyjafjallajökli. Ekki er komin nákvæm staðsetning á gosinu en vísbendingar eru um að það sé í suðvestur hlíðum jökulsins. Ragnheiður segist sjá gufubólstra og það sé dökkur mökkur í honum.

Fólk sem er í Þórsmörk hefur fengið fyrirskipun um að fara ekki af svæðinu. Fjórir eru í Húsadal, en talsverður hópur fólks er í Langadal, að sögn Ragnheiðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert