Mökkur sést úr Þórsmörk

Frá Þórsmörk
Frá Þórsmörk mbl.is/Brynjar Gauti

„Við sjá­um dökk­an mökk yfir Eyja­fjöll­um í suðri,“ seg­ir Ragn­heiður Hauks­dótt­ir, staðar­hald­ari í Húsa­dal í Þórs­mörk. Hún fór niður að Kros­sá um kl. 8 í morg­un og seg­ist ekki sjá aukn­ingu í ánni. Aukn­ing sé hins veg­ar í Markarfljóti.

Staðfest er að gos er hafið í Eyja­fjalla­jökli. Ekki er kom­in ná­kvæm staðsetn­ing á gos­inu en vís­bend­ing­ar eru um að það sé í suðvest­ur hlíðum jök­uls­ins. Ragn­heiður seg­ist sjá gufu­bólstra og það sé dökk­ur mökk­ur í hon­um.

Fólk sem er í Þórs­mörk hef­ur fengið fyr­ir­skip­un um að fara ekki af svæðinu. Fjór­ir eru í Húsa­dal, en tals­verður hóp­ur fólks er í Langa­dal, að sögn Ragn­heiðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert