Fleiri svæði rýmd

Lögreglan á Hvolsvelli ræðir við vegfarendur en takmarkanir eru á …
Lögreglan á Hvolsvelli ræðir við vegfarendur en takmarkanir eru á umferð inn á hættusvæðið. mbl.is/Guðmundur Karl

Þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að eldgos sé að hefjast undir Eyjafjallajökli hefur verið ákveðið að rýma öll hættusvæði umhverfis Eyjafjallajökul.  Áður var búið að rýma sveitina undir Eyjafjöllum en nú nú verður ráðist í að rýma Fljótshlíðina, Merkurbæina  og Landeyjar.  Íbúar eru beðnir að fara á fjöldahjálparstöð og skrá sig þar.

Samhæfingarstöðin starfar nú á neyðarstigi.  Stöðin hefur verið virkjuð að fullu.  

 Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi er líklega lokið. „Það bendir flest til þess að þó lokað hafi fyrir á Fimmvörðuhálsi sé þrýstingur ekki að minnka, kvikan sé að leita útrásar annars staðar,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert