Vel gengur að rýma svæðið undir Eyjafjallajökli vegna gosóróans sem hófst í toppgíg jökulsins um kl. 23 í gærkvöldi. Rýma þarf 30-35 bæi og eru íbúar þeirra um 70-80. Rúmlega fimmtán björgunarsveitarmenn og lögreglumenn komu að aðgerðinni. Hringt var á bæina og einnig ekur lögreglubíll um svæðið og lætur fólk vita.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, segir að vakt verði áfram í samhæfingarmiðstöðinni á Hvolsvelli og beðið sé frekari upplýsinga frá jarðvísindamönnum.
Jarðskjálftahrina hófst um kl. 23 í gærkvöldi undir toppi Eyjafjallajökuls. Í samráði við jarðvísindamenn á Veðurstofunni var tekin ákvörðun um rýmingu sunnan jökulsins öryggisskyni. Rýmt verður frá Markarfljóti í vestri austur að Skógum. Skjálftahrinan er öflug og henni fylgir gosórói í toppgíg jökulsins, undir ís.