Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að embætti sérstaks saksóknara sé skylt að veita lögmanni einstaklings sem er til rannsóknar hjá embættinu greinargerð vegna rannsóknar á starfsemi eins félags hans.
Um er að ræða greinargerð sem fyrrverandi forstjóri tiltekins félagsins ritaði og sendi embættinu 23. desember 2009. Í tölvupósti með greinargerðinni segir: „[Forstjórinn] hefur nú af þessu tilefni tekið saman viðamikla greinargerð ásamt fylgiskjölum sem eru alls 155 að tölu. Fylgja þau hjálagt erindi þessu. Í greinargerðinni fer [forstjórinn] ítarlega yfir starfstíma sinn hjá [...] á árunum 2005-2009, samskipti sín við eigendur og hluthafa félagsins, starfsmenn og millistjórnendur sem og þau stjórnvöld sem á umræddum tíma sinntu lögboðnu eftirliti með [...] starfsemi og fjármálamarkaðnum.“
Í greinargerð embættis sérstaks saksóknara segir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á ætluðum brotum sem varði m.a. lánveitingar tiltekins félags, dótturfélaga og tengdra félaga á árunum 2005-2008, aðkomu þess að fjárfestingaverkefnum og eignatilfærslur í sjóðum.
Umrædd greinargerð teljist ekki til skjala málsins og því sé honum ekki skylt að láta þau af hendi. Um sé að ræða greinargerð einstaklings með réttarstöðu sakbornings sem hafi verið komið á framfæri við lögreglu að eigin frumkvæði og feli í sér úttekt viðkomandi til skýringar á störfum hans hjá félaginu. Almennt sé ekki gert ráð fyrir að sakborningur leggi fram slíkt gögn nema þá eftir að ákæra hafi verið gefin út.
Lögmaður mannsins byggði á því að gögnin varði augljóslega það sakarefni sem að skjólstæðing hans sé beint enda stafi gögnin
frá
einstakling sem hafi ásamt skjólstæðingnum stöðu sakbornings við rannsóknina. Hafi umræddur fyrrverandi forstjóri ítrekað, bæði í fjölmiðlum og í skýrslutökum hjá saksóknara, borið af
sér
sakir með því að vísa ábyrgð yfir á aðra, ekki síst skjólstæðinginn. Ljóst sé að skjólstæðingurinn verði að hafa tök á
því að leggja sjálfstætt mat á það hvort skýrsla forstjóra félags, sem
hann var í fyrirsvari fyrir sem stjórnarformaður og rannsókn
beinist
gegn, kunni að hafa sönnunargildi.
Dómurinn féllst ekki á rök sérstaks saksóknara enda ekkert aðhafst til að sýna fram á að efni skýrslunnar varði ekki það sakarefni sem beint er að skjólstæðingi lögmannsins.