Stefnir í mikið tjón

Ljóst er að það stefnir í mikið tjón en gamla Markarfljótsbrúin er á kafi. „Þetta miklu stærra  [en var á Fimmvörðuhálsi] og okkur sýnist að heildarlengdin á sprungunni undir jöklinum sé 2 km. Það eru komin a.m.k. þrjú göt á jökulinn. Hlaupið er gríðarlega stórt,“ segir Víðir Reynisson í samtali við mbl.is.

„Við voru að fá fréttir rétt í þessu að Markarfljótsbrúin gamla væri á kafi. Að það væri stór bylgja á leiðinni niður. Þetta þýðir það að vatn flæmist ansi víða um svæðið. Og ljóst að þarna stefnir í mikið tjón,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna í samtali við mbl.is.

„Fólk á ekki að vera í hættu. Við eigum að vera búnir að rýma allt svæðið og vitum ekki betur en að það hafi allt saman tekist. Það er verið að reyna að bjarga verðmætum. Það er verið að ryðja vegi við nýju Markarfljótsbrúna til þess að bjarga þeirri brú. Svo eru menn einnig að huga að Landeyjarhöfninni til að takmarka tjón á því svæði,“ segir Víðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert