Stöðvi flugumferð yfir allri V-Evrópu

Áhrifa öskufallsins úr gosinu í Eyjafjallajökli kann að gæta víða.
Áhrifa öskufallsins úr gosinu í Eyjafjallajökli kann að gæta víða.

Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli kann að stöðva flugumferð í allri Vestur-Evrópu að því er kom fram í fréttum norska ríkisútvarpsins. Búið sé að banna allt flug norður af Namsos í Norður-Noregi og á morgun kunni það sama að gilda um alla Vestur-Evrópu.

„Öskuskýið mun breiða úr sér og kann að lama alla flugumferð yfir einhverjum svæðum Vestur-Evrópu í fyrramálið,“ hefur TV 2 sjónvarpsstöðin eftir Jens Petter Duestad, yfirmanna flugumferðar í Norður-Noregi. Undir kvöldið í gær var ákveðið að banna flug á flugsvæðinu norður Namsos vegna ótta við að öskufallið berist þangað. Og nú í kvöld bárust fregnir af að bannið næði líka til sænskra flugvalla. Ringulreið ríkti á Bodø flugvellinum í Noregi þar sem flugvélar voru kyrrsettar. Þær flugvélar sem þegar voru komnar í loftið fengu hins vegar leyfi til halda áfram ferð sinni. Þá kom fram í frétt á vef Nettavisen að flugmálayfirvöld í Noregi gerðu ráð fyrir að flugumferð yfir öllum Noregi myndi stöðvast upp úr klukkan fjögur í nótt vegna öskufallsins.

Á fimmtudag megi síðan búast við að öskufallið lami stóran hluta flugumferðar í Evrópu. Á vef Berlingske Tidende segir að gert sé ráð fyrir að öskufallið verði farið að hafa áhrif flugumferð þar í landi um átta í fyrramálið. Einnig er þess vænst að öskufallið leiti yfir flugsvæðið yfir Bretlandi, Belgíu og Hollandi. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert