„Þetta er ekki neitt“

Bræðurnir á Glæsistöðum, Ástþór, Kristinn, Guðmundur og Sigurður.
Bræðurnir á Glæsistöðum, Ástþór, Kristinn, Guðmundur og Sigurður. mbl.is Ómar Óskarsson

Bræðurnir á Glæsistöðum í Vestur-Landeyjum þurftu að yfirgefa heimili sitt í nótt. Þeir fóru strax til Hvolsvallar og skráðu sig í Fjöldahjálparstöðina. Ástþór Antonsson, bóndi á Glæsivöllum, telur að ekkert verði úr þessu gosi.

„Þetta er ekki neitt,“ sagði Ástþór þegar hann er spurður um gosið. Bræður hans samsinna honum. Ekki væri von á stóru gosi.

Bræðurnir á Glæsistöðum eru með blandað bú, um 20 kýr og um 30 kindur. Um 20 mínútur tekur að aka frá bændum að Hvolsvelli. Bræðurnir gáfu sér ekki tíma til að gefa á garðann áður en þeir lögðu af stað, en þeir reikna með að fá fljótlega að snúa heim til að mjólka kýrnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert