Aftur kallað eftir umræðu um eldgosið á þingi

Hér sést rýmingarsvæði vegna eldgosa í Eyjafjallajökli.
Hér sést rýmingarsvæði vegna eldgosa í Eyjafjallajökli.

Fram­sókn­ar­menn­irn­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Hösk­uld­ur Þór­halls­son kölluðu eft­ir því kl. 17 að dag­skrá Alþing­is verði breytt og eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli verði tekið til umræðu. Utan úr heimi sé kallað eft­ir því að málið sé rætt enda Evr­ópa að lokast. Enn er þó rætt um bygg­ingu nýs Land­spít­ala.

Sig­mund­ur sagði gríðarleg­ar nátt­úru­ham­far­ir yf­ir­stand­andi, búj­arðir séu að skemm­ast og hugs­an­lega þurfi að bjarga bú­stofni. Hösk­uld­ur tók und­ir þetta og sagði að rétt­ast væri að þing­menn ræddu hin stóru tíðindi sem voru að ber­ast, um að allt sé að lokast í Evr­ópu. 

Bein út­send­ing frá Alþingi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert